Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nýtt ár !

Gleðilegt ár allir saman. Vonandi verður þetta nýja ár okkur öllum farsælt. Nú er daginn tekið að lengja á ný og ég bíð bara eftir vorinu. En þangað til ætla ég nú að njóta vetrarins og reyna að vera duglegri að skrifa eitthvað á þessa síðu mína.

Snjór !

Jæja,það var nú ekkert leiðinlegt að keyra í vinnuna í morgun. Snjórinn féll léttur á bílrúðuna og mér leið bara nokkuð vel. Ég er nefnilega ekkert sérstaklega hrifin af snjó en í þetta skiptið var þessi elska velkominn. Bara svona smá hugrenningar. Smile   Og mér líst bara vel á það að keyra heim og hlusta á útvarpið í leiðinni. Þessi hvíti litur lýsir aðeins upp í skammdeginu.

Týndur - eða.............

Ef til vill vildi blessaður maðurinn bara fara í langt frí. Óábyrgur faðir og eiginmaður.Errm Eða var hann týndur. Greyið. Undecided Kannski var hann brottnuminn. Þá gæti M.S. ábyggilega svarað því. Hver veit !!Police
mbl.is Týndur í fimm ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðfélag í hnotskurn ??

Hvað er að gerast hjá okkur !

Maður dæmdur í 3 mánuði fyrir að hupla vodkapela í Hveragerði.  Og maður dæmdur í 3 mán fyrir stórfeldan stuld á olíu.  Jú, síðan var maður dæmdur í 3 mán fyrir stórfelda líkamsárás.  Er eitthvað vit í þessu? Ég held við þurfum að fara að taka til hjá okkur og endurskoð löggjöf og dóma.  Og síðan eyða þingmenn dýrmætum tíma á Alþingi að rífast um fatalit á blessuðum börnunum okkar. Þvílík vitleysa.  Skilur þetta einhver.  Hvernig væri að leiðrétta óréttlætið sem öryrkjar eru beittir.!!!!!!  Leita lausna fyrir útigangsfólkið !!!     Woundering                                    


W.C. Pappír II

Almenningsalerni eru mjög varhugarverð . Sprautufíklar ofl skilja eftir sig óþvera í ónotuðum pappír á salernum í fínu Mollunum okkar. Ekki mundi hvarfla að mér að fara með barnið mitt né barnabarn á þessi salerni. Frekar færi ég með barnið út að pissa og léti sekta mig um 10.000 kr. Að taka hinn kostinn gæti verið dauðadómur. Svoleiðis er það nú. Frown

W.C. Pappír !!

Þegar ég var lítil stúlka,að alast upp á mínu litla ósnortna Íslandi,þótti mjög eðlilegt að pissa út í móa,út í Skerjafirði. eða jafnvel nálægt Tjörninni. Þetta var líka á þeim tíma sem við vorum á útkíkki út um bílgluggana á bílunum ,með foreldrum okkar,að leita að góðu tjaldstæði. Helst þar sem lækur rann nálægt"kæla mjólkina" það var svo gott að sofna við árniðinn.

 En í dag er hvorki leyfilegt að pissa út í móa né að vera á útkíkki. Þú gerist sekur um brot á lögreglusamþykkt,ef þú pissar,og þú verður að kaupa þér pláss á tjaldsvæði með 10-100 manns, enginn árniður. Mikið vildi ég að börnin mín og barnabörn fengju að upplifa það sem ég fékk.

 FRELSI. ........ Kissing

 En veröldin er önnur í dag á mínu litla Íslandi. Ekki hefur það stækkað landið mitt fallega!!

Ásýnd jöklana er eins (hafa minnkað) lyktin af hafinu eru sú sama,sólin skín í augu okkar(vanalega svo lágt á lofti)

En afhverju þurfum við að sekta fólk og setja það á bás.   Ég held ég viti það. InLove


Loksins

Jæja, en þá virðist frúin alveg vera tóm. Ég kann ekkert á þessa veröld, þá meina ég bloggveröld. En þetta hlýtur að lærast eins og hvað annað. Síðan mín var t.d. færslulaus frá því ég stofnaði hana og þar til núna af einni ástæðu. Ég kunni það ekki............. En vonandi rætist úr því núna.

Sem sagt,ég er búin að baka smákökurnar fyrir jólin og konfektgerð lokið. En er ekki farin að versla eina jólagjöf. Hef samt ekkert miklar áhyggjur af því. Wink  Ætla að fara með Arnór minn (barnabarnið) í Þjóðleikhúsið á sunnudaginn að sjá Skilaboðaskjóðuna. Mikið hlakka ég til. Nú svo á að fara í laufabrauðsbakstur á laugardag með Sóroptemistasystrum mínum. Það er alltaf mikil stemmning og mikið hlegið LoL  Nú ætla ég að henda þessu inn á síðuna og sjá hvernig þetta kemur út.  Smile


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband