Loksins

Jæja, en þá virðist frúin alveg vera tóm. Ég kann ekkert á þessa veröld, þá meina ég bloggveröld. En þetta hlýtur að lærast eins og hvað annað. Síðan mín var t.d. færslulaus frá því ég stofnaði hana og þar til núna af einni ástæðu. Ég kunni það ekki............. En vonandi rætist úr því núna.

Sem sagt,ég er búin að baka smákökurnar fyrir jólin og konfektgerð lokið. En er ekki farin að versla eina jólagjöf. Hef samt ekkert miklar áhyggjur af því. Wink  Ætla að fara með Arnór minn (barnabarnið) í Þjóðleikhúsið á sunnudaginn að sjá Skilaboðaskjóðuna. Mikið hlakka ég til. Nú svo á að fara í laufabrauðsbakstur á laugardag með Sóroptemistasystrum mínum. Það er alltaf mikil stemmning og mikið hlegið LoL  Nú ætla ég að henda þessu inn á síðuna og sjá hvernig þetta kemur út.  Smile


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta smarta

Sæl Guðrún Erla.

Til hamingju með að vera orðinn "bloggari".  Ég er forvitin að vita hvernig ykkur líkar Skilaboðaskjóðan næstu helgi og vona að þú tjáir þig um það þegar þar að kemur.  Kannski það verði jólaleikrit barnabarnanna þetta árið.

Marta smarta, 21.11.2007 kl. 15:14

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Panta einn pakka af laufabrauði.

Halldór Egill Guðnason, 21.11.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband