22.11.2007 | 22:13
W.C. Pappír !!
Þegar ég var lítil stúlka,að alast upp á mínu litla ósnortna Íslandi,þótti mjög eðlilegt að pissa út í móa,út í Skerjafirði. eða jafnvel nálægt Tjörninni. Þetta var líka á þeim tíma sem við vorum á útkíkki út um bílgluggana á bílunum ,með foreldrum okkar,að leita að góðu tjaldstæði. Helst þar sem lækur rann nálægt"kæla mjólkina" það var svo gott að sofna við árniðinn.
En í dag er hvorki leyfilegt að pissa út í móa né að vera á útkíkki. Þú gerist sekur um brot á lögreglusamþykkt,ef þú pissar,og þú verður að kaupa þér pláss á tjaldsvæði með 10-100 manns, enginn árniður. Mikið vildi ég að börnin mín og barnabörn fengju að upplifa það sem ég fékk.
FRELSI. ........
En veröldin er önnur í dag á mínu litla Íslandi. Ekki hefur það stækkað landið mitt fallega!!
Ásýnd jöklana er eins (hafa minnkað) lyktin af hafinu eru sú sama,sólin skín í augu okkar(vanalega svo lágt á lofti)
En afhverju þurfum við að sekta fólk og setja það á bás. Ég held ég viti það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Maður náttúrulega pissar ekki bara þar sem maður stendur. Þetta snýst allt um það að eiga góða foreldra sem geta sagt manni hvar maður á að pissa og hvenær.
Halldór Egill Guðnason, 23.11.2007 kl. 01:27
Þetta með að tjalda.: Ef það er ekki rafmagn og heitt vatn með potti, fer ég eitthvað annað
Halldór Egill Guðnason, 23.11.2007 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.