31.1.2008 | 14:33
Erum við farinn að hyggla AFBROTAMÖNNUM ??
Forsíðufrétt á 24 stundum !
Dæmdir morðingjar,barnaníðingar og fíkniefnasalar. Erum við virkilega farinn að hyggla þessum vesalingum.
Ekki bara að þetta svokallaða fyrirtæki þeirra fái pláss á forsíðu blaðs sem berst inn á heimili flest allra landsmann heldur er þetta ríkisstyrkt.
Ég kæri mig ekki um að skattpeningar mínir fari til þessara manna. Þeim væri mikið betur varið í að hlúa að eldri borgurum sem byggðu þetta land. Nú eða að auka fjárveitingu til lögregluembættisins.
Aðstandendur fórnarlamba þessara aum.... fá alla mína samúð. Það hlýtur að hafa verið hrikalegt fyrir þau að fá blaðið í morgun.
Nú þykir eflaust einhverjum ég taka of stórt upp í mig . En mér þykja glæpir þessara manna vera það miskunarlausir og ógeðslegir að þeir eiga engan rétt á styrkjum frá ríkinu.
Mér er nóg boðið. Við hin sem reynum að góðir og nýtir þegnar hér á landi njótum engra ríkisstyrkja, við greiðum bara skattana okkar sem fara síðan í svona vitleysu.
Hugur minn er hjá fórnarlömbum og aðstandendum þessara manna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hey heyr!
Halldór Egill Guðnason, 31.1.2008 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.