12.3.2008 | 00:02
Erum við búin að selja landið okkar ??
Ég er fædd árið 1960, mér og minni kynslóð var óhætt að hlaupa á milli húsa og heimsækja vini.
Við lékum okkur í kýló,brennó,sippó,tennis og fleirri leikjum úti á götu. Það þótti eðlilegt og það var bara líf í götunni. Mamma og pabbi kölluðu á okkur krakkana þegar tími var til að koma inn í mat eða að fara að hátta. Við vorum bara frjáls úti.
Ég á 4 nokkuð stálpuð börn,þegar þau voru lítil og við vorum í göngu eða að fara út í mjólkurbúð biðu þessar elskur úti í vagni eftir mömmu sínni (meðan hún verzlaði) og öllu var óhætt. Aldrei myndi ég gera þetta í dag.
AF HVERJU SKYLDI ÞAÐ VERA.
Hvar er frelsið sem ég og mín kynslóð ólst upp við. Það er búið að stela frelsinu frá börnum og barnabörnum mínum.
Síðan er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjársvelt og "SKORIÐ NIÐUR".
Steininn tók út "SKERA NIÐUR" . Lögreglan og sýslumannsembættið á Suðurnesjum. Á að hleypa Öllum ínn í Landið okkar. Við biðjum hvorki um sakavottorð né heilbrigðisvottorð. Var ekki búið að koma í veg fyrir berkla hér á landi. Það þótti allavega í lagi að leggja Vífilstaði niður .
Við viljum vera gott land og góð þjóð, bjóða vel heim . Eigum við að gera það .
Eigum við að hugsa okkur nær ? Hvað eigum við að gera við heimilislausa fíkniefnaneytendur okkar(flest bara börn). Hvað með geðsjúka, "SKERA NIÐUR". Ekkert má fara til heilbrigðismála. En endilega byggja Hátæknisjúkrahús. Hvernig á að manna það ? Ekki eru borguð mannsæmandi laun . Það fólk sem er enn að vinna á sjúkrahúsum okkar í dag er að standa 16 tíma vaktir !!!!
Hvernig væru að sleppa nýbyggingum , nýtum það sem við höfum , borgum fólki almennileg laun. Við eigum góðar byggingar sem hægt er að laga að því sem við þurfum.
Ég er eiginlega bara orðlaus, en vil það ekki.
Hvar eru loforð Samfylkingarinnar ??
Heilbrigðirmálastjóri , fjármálastjóri , dóms og kirkjumálastjóri , menntamálastjóri , félagsmálastjóri , utanríkismálastjóri , umhverfismálastjóri , iðnaðarmálastjóri , sjávar og landbúnaðarstjóri . Hvar er skipstjórinn í BRÚNNI ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heil og sæl, Guðrún Erla !
Þakka þér; þessa snilldarfærzlu. Ég er fæddur árið 1958, og líkt og þú, man ég alla þessa frábæru leiki (á Stokkseyri), sem og það afslappaða umhverfi, sem okkar kynslóð ólst upp við.
Þú kemur að kjarna málsins, Guðrún. Við báðum ekki um það Ísland, sem við og okkar börn, erum að upplifa, í dag.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 00:22
Sammála þessu, sorglegt hvað frelsið hefur verið skert mikið og samfélagið fyllt af ótta og vantrausti.
Mætti halda að fólki hafi liðið svo illa og fengið svo fá tækifæri, að það vilji eyða öllum ummerkjum um fortíðina og það sem gerði þessa þjóð að því sem hún er.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.3.2008 kl. 00:25
Er ánægður með þessi skrif þín þaug eru umhugsunarverð,ég man eftir þessum tímum sem þú minnist á,þjóðin hefir breyst til hins verra á örfáum árum.Ég þori alveg að nefna hverjar ég tel aðalástæðurnar,það eru forhertir erlendir misindismenn sem eru að flýja heimalönd sín og koma hingað,og þykjast vera í atvinnuleit,en ég er samt sannfærður um að það eru reyndar örfáir sem koma hér með þetta í huga,og skemma fyrir þeim sem eru hugsandi ef ég má orða það þannig,en víða finnast skemmdu eplin nú.Ekki kæmi mér á óvart að hún Bryndís sem er öfgalöggan hér á blogginu,eigi eftir að koma á síðuna þína hér.
Númi (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 00:29
Takk fyrir athugasemdirnar Óskar Helgi og Þorsteinn Valur.
Við verðum að krefjast einhverja svara frá hinu opinbera, því það er okkar og bara fólk á launum hjá okkur öllum.
Við fengum góða arfleið frá okkar eldri kynslóð . Þau skildu vel við . Þeim eigum við öllu að þakka.
Hverju ætlum við að skila.
Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 12.3.2008 kl. 00:38
Góður pistill.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 19:22
Farðu í framboð og bjargaðu landinu..... í alvöru.
Saknaðarkveðja :-)
Hilda (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.